Náttblinda á Siglufirði

Fréttir

Náttblinda á Siglufirði

Út er komin hjá Veröld spennusagan Náttblinda eftir Ragnar Jónasson en útgáfuréttur á bókinni hefur þegar verði seldur til Englands. Lögreglumaður á Siglufirði er skotinn með haglabyssu af stuttu færi um miðja nótt. Ung kona flýr þangað norður undan ofbeldisfullum sambýlismanni. Og sjúklingur er lagður inn á geðdeild í Reykjavík gegn vilja sínum. Þessir þræðir fléttast svo saman í magnaða spennusögu þar sem ræturnar liggja í átakanlegum veruleika undir fáguðu yfirborðinu. Glæpasögur Ragnars Jónassonar hafa vakið mikla athygli heima og erlendis og er Náttblinda enn ein staðfesting þess að það eru „engin takmörk fyrir því hve langt þessi snjalli höfundur getur náð á alþjóðavísu.“ (pressan.is)

 

Náttblinda er 279 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Odda.


Eldri fréttir Nýrri fréttir