Sveitasæla – Góður matur gott líf er ný og glæsileg bók úr smiðju matgæðinganna Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egils Hrafnssonar. Þessi gullfallega og girnilega bók er sannkölluð fróðleiksnáma um matargerð og gæði íslenskrar náttúru. Inga Elsa og Gísli Egill hafa komið sér fyrir í sveitasælunni með dætrum sínum og töfra fram klassíska rétti í
Mikhail Shishkin, höfundur Bréfabókar, var gestur Bjarts á Íslandi í nóvember. Hann var gestur Egils Helgasonar í Kiljunni miðvikudaginn 29. nóvember – þar sem hann var ómyrkur í máli um Pútin og ástandið í Rússlandi.
Jón Kalman Stefánsson sat fyrir svörum á ritþingi Gerðubergs á laugardaginn. Þegar skýin rufu þögnina, var yfirskriftin, Eiríkur Guðmundsson stýrði þinginu og spyrlar voru Þorgerður E. Sigurðardóttir og Gauti Kristmannsson. Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona las upp úr bókum Jóns Kalman og höfðu gestir orð á því að sérstaklega vel hefði til tekist. Magga Stína brá
Nú haustar að. Hér gefur að líta glæsilegan útgáfulista Bjarts anno 2014. Þrjár nýjar íslenskar skáldsögur eru væntanlegar hjá Bjarti. Ástarmeistarinn eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur. Og Ókyrrð eftir Jón Óttar Ólafsson. Þá er von á nýjustu skáldsögu mestara Murakamis, Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans, í íslenskri þýðingu Ingunnar Snædal.
Út er komin hjá Veröld bókin Draumaráðningar frá A-Ö eftir Símon Jón Jóhannsson. Draumaráðningar A-Ö er nýtt og aðgengilegt uppflettirit um efni sem allir hafa áhuga á og leiða hugann að. Bókin er í senn fræðandi og skemmtileg og höfðar jafnt til yngri sem eldri lesenda er áhuga hafa á draumspeki. Og öll dreymir okkur