Kínverskubók í hafi

Fréttir

Kínverskubók í hafi

Hin bráðfallega og lærdómsríka CHINEASY – það er leikur að læra kínversku – hefur nú lagt í haf frá Rotterdam og verður í Reykjavíkurhöfn á mánudaginn kemur. Bókinni verður dreift í verslanir í næstu viku.

Chineasy er ný sjónræn aðferð til þess að kenna kínversk tákn. Við hjá Bjarti lofum því ekki að lesendur verði altalandi, eftir að hafa flett bókinni – þó við séum til í að lofa ýmsu – en við erum handviss um að við lestur bókarinnar öðlast maður innsýn í heim kínverskra tákna. Og kínverska menningu yfir höfuð.

Svo er bókin bara svo hrikalega falleg! Við hlökkum til að uppskipa þessari! 

Chineasy – það er leikur að læra kínversku – er eftir Shaolan, og í íslenskri þýðingu Hildigunnar Þráinsdóttur.


Eldri fréttir Nýrri fréttir