Höfundur Bréfabókar, Mikhail Shishkin, les upp og situr fyrir svörum, þriðjudaginn 21. október klukkan fimm. Sólon Íslandus, Bankastræti, 2. hæð.
Það eru Bjartur, rússneskan í Háskóla Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco sem bjóða lesendum upp á þennan viðburð.
Rebekka Þráinsdóttir aðjúnkt í rússensku stýrir dagskránni. Guðrún Vilmundardóttir útgáfustjóri Bjarts segir frá Bréfabók og neon-klúbbi Bjarts í örfáum orðum. Höfundurinn Mikhail Shishkin les blábyrjunina á bók sinni Bréfabók og þýðandinn Áslaug Agnarsdóttir les upphafskafla bókarinnar.
Á eftir býðst gestum að spyrja höfundinn út úr. Bóksalinn Eymundsson verður á staðnum með Bréfabók á kostakjörum og höfundur áritar glaður eintök.
Allir velkomnir. 2. hæðin á Sólon Íslandus klukkan fimm, þriðjudaginn 21. október.