Mikhail Shishkin les upp og situr fyrir svörum

Fréttir

Mikhail Shishkin les upp og situr fyrir svörum

Höfundur Bréfabókar, Mikhail Shishkin, les upp og situr fyrir svörum, þriðjudaginn 21. október klukkan fimm. Sólon Íslandus, Bankastræti, 2. hæð.

Það eru Bjartur, rússneskan í Háskóla Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco sem bjóða lesendum upp á þennan viðburð.

Rebekka Þráinsdóttir aðjúnkt í rússensku stýrir dagskránni. Guðrún Vilmundardóttir útgáfustjóri Bjarts segir frá Bréfabók og neon-klúbbi Bjarts í örfáum orðum. Höfundurinn Mikhail Shishkin les blábyrjunina á bók sinni Bréfabók og þýðandinn Áslaug Agnarsdóttir les upphafskafla bókarinnar.

Á eftir býðst gestum að spyrja höfundinn út úr. Bóksalinn Eymundsson verður á staðnum með Bréfabók á kostakjörum og höfundur áritar glaður eintök.

Allir velkomnir. 2. hæðin á Sólon Íslandus klukkan fimm, þriðjudaginn 21. október.


Eldri fréttir Nýrri fréttir