Þegar skýin rufu þögnina … vel gert!

Fréttir

Þegar skýin rufu þögnina … vel gert!

Jón Kalman Stefánsson sat fyrir svörum á ritþingi Gerðubergs á laugardaginn. Þegar skýin rufu þögnina, var yfirskriftin, Eiríkur Guðmundsson stýrði þinginu og spyrlar voru Þorgerður E. Sigurðardóttir og Gauti Kristmannsson. 

Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona las upp úr bókum Jóns Kalman og höfðu gestir orð á því að sérstaklega vel hefði til tekist. Magga Stína brá sér í hlutverk ljóðasöngkonu og söng nokkur dásamleg lög, með fulltyngi frábærra tónlistarmanna.

Um hundrað og fjörutíu gestir voru á þinginu, samkvæmt talningamanni Bjarts, var mikið hlegið og stundum sáust tár á hvarmi. Þetta er dásamleg leið til þess að eyða laugardagseftirmiðdegi!

Gerðuberg mun gefa ritþingið út í fallegu riti, og því verður útvarpað.


Eldri fréttir Nýrri fréttir