Nú haustar að. Hér gefur að líta glæsilegan útgáfulista Bjarts anno 2014.
Þrjár nýjar íslenskar skáldsögur eru væntanlegar hjá Bjarti. Ástarmeistarinn eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur. Og Ókyrrð eftir Jón Óttar Ólafsson.
Þá er von á nýjustu skáldsögu mestara Murakamis, Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans, í íslenskri þýðingu Ingunnar Snædal.
Við gefum út tvær undurfagrar og uppfræðandi handbækur: Annars vegar Veðurfræði Eyfellings, endurútgáfa á bók Þórðar Tómassonar frá árinu 1979, með viðbótum og nýrri orðaskrá, og hins vegar Chineasy – Það er leikur að læra kínversku – einhverja fallegustu bók sem maður hefur augum litið, og sem er um leið reglulega upplýsandi og góður inngangur að kínverskri menningu.