„Atburðarásin er öll hin æsilegasta,“ segir Friðrika Benónýsdóttir um Ókyrrð eftir Jón Óttar Ólafsson, í Fréttablaði dagsins og gefur þrjár störnur! „Hér er allt sem við á að éta; persónulegur harmur, alþjóðleg hryðjuverk, útsmognir glæpamenn, ástarævintýri, óhlýðni við yfirboðara, björgun söguhetju á elleftu stundu og svo framvegis. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvert Jón Óttar leiðir Davíð næst eftir þessa flugeldasýningu.“
Ástarmeistarinn, skáldsagan hennar Oddnýjar Eirar Ævarsdóttir, fékk rífandi glymjandi dóm í Kiljunni í gær. Endalausar hugmyndir, skemmtilegar persónur, áhugavert efni, skemmtileg sögusvið og skemmtilegur lostabrími! Þau Hildigunnur og Þorgeir, gagnrýnendur Kiljunnar voru greinilega mjög ánægð með söguna og Egill tók undir skemmtilegheitin: Hlaðborð af hugmyndum, sögðu þau. Margt sem situr eftir. Ah! Það er nú
„Það er nóg um að hugsa eftir lestur þessarar afbragðsgóðu bókar,“ skrifar Steinunn Inga Óttarsdóttir í Kvennablaðið. „Er til ást án einurðar? Eru hugur og hjarta eitt? Er hægt að elska án ótta? Ryður ástin sársaukanum burt?“ – Þegar stórt er spurt! Hér má lesa allan þennan stórskemmtilega pistil Steinunnar, sem lýkur með orðunum: „Ástarmeistarinn
Sigrún Hermannsdóttir er nýr penni á Menningarpressunni – og svona líka sprúðlandi og skemmtilegur penni! Hún skrifar um Gæðakonur Steinunnar Sigurðardóttur; „Bókin er afskaplega skemmtileg full af ást, kaldhæðni, húmor, hlýju og umfram allt brillíant stílbragði, sem aðeins Steinunn hefur á færi sínu,“ enda er yfirskrift greinarinnar: „Svei mér þá ef ég elska ekki þessa
„Jón Óttar Ólafsson heldur uppteknum hætti í nýjustu bók sinni, Ókyrrð, og lýsir vel starfsháttum rannsóknarlögreglu,“ skrifaði Steinþór Guðbjartsson í Morgunblaðið þann 27. nóvember, en þá er hann að vísa í fyrstu bók Jóns Óttars, Hlustað, sem kom út í fyrra. „Sagan gerist að mestu í Cambridge á Englandi þar sem lögreglumaðurinn Davíð Arnarson rannsakar morð