
„Atburðarásin er öll hin æsilegasta,“ segir Friðrika Benónýsdóttir um Ókyrrð eftir Jón Óttar Ólafsson, í Fréttablaði dagsins og gefur þrjár störnur! „Hér er allt sem við á að éta; persónulegur harmur, alþjóðleg hryðjuverk, útsmognir glæpamenn, ástarævintýri, óhlýðni við yfirboðara, björgun söguhetju á elleftu stundu og svo framvegis. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvert Jón Óttar leiðir Davíð næst eftir þessa flugeldasýningu.“
„Sagan er haganlega fléttuð og lesandinn sogast inn í hringiðu atburðanna nauðugur viljugur,“ skrifar Friðrika og kallar söguna harðsoðna spennusögu að hætti Lee Child: Viðburðarík og spennandi og um margt frábrugðin hefðbundnum íslenskum glæpasögum.
Hér má lesa dóm Friðriku í heild sinni.