„Svo er ástin svosum ekkert saklaus,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir í viðtali við DV: Um Blátt blóð og móðuhlutverkið. Esseyjan Blátt blóð, sem kom út hjá Bjarti í lok Apríl, hefur fengið glimrandi viðtökur – meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu – og vakið mikla athygli. Þar fjallar Oddný Eir á persónulegan og einlægan hátt um ævintýralega baráttu við djúpa þrá.
Aðspurð í DV um titilinn, segir Oddný: „Ég vildi minna á að besta blóðið, sem í gegnum mannkynssöguna hefur kallast blátt, er blóðið sem rennur í þeim sem maður elskar, hvaðan sem það kemur og hvernig sem það er á litinn.
Viðtalið má nálgast hér.