Út er komin hjá Veröld ljóðabókin Norður eftir Eyþór Árnason. Eyþór Árnason hefur vakið mikla athygli fyrir ljóðabækur sínar en hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabók sína, Hundgá úr annarri sveit. Í Norður leitar Eyþór í sveitirnar norðan heiða – með nokkrum útúrdúrum.
Norður er 104 blaðsíður að lengd. Aðalsteinn Svanur Sigfússon sá um kápuhönnun. Bókin er prentuð í Leturprenti.
Ég sæki hunang í bækur
smjör í snemmsprottnar sléttur
eld í ókleifa kletta
og ást í koldimma hella
Vín djúpt í brunna
vatn í dökkgræna skóga
fótspor í kvöldbláa dali
og heimþrá í gáskafull stef