Fréttir

Svartfuglinn 2021 fundinn!

Svartfuglinn 2021 fundinn!

Dómnefnd um Svartfuglinn 2021 hefur nú lokið störfum. Alls bárust tæplega tuttugu handrit inn í samkeppnina og hefur höfundi verðlaunahandritsins verið tilkynnt um niðurstöðuna. Spennusögur af öllu tagi voru sendar inn og sýnir það svo ekki verður um villst að mikil gróska er í nýræktinni á glæpasagnakrinum. Bókin mun svo koma út hjá Veröld í byrjun október. Áður hafa hlotið verðlaunin Eva Björg Ægisdóttir, Eiríkur P. Jörundsson og Katrín Júlíusdóttir. Það eru glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson sem standa að Svartfuglinum ásamt Veröld. Með þeim í dómnefndinni sat Bjarni Þorsteinsson. Verðlaunin nema 500.000 krónum, auk þess sem höfundinum býðst samningur við breska...

Meira →


Sendum frítt heim í páskafríinu!

Sendum frítt heim í páskafríinu!

Í ljósi nýjustu tíðinda úr sóttvarnaheimum höfum við ákveðið að afnema burðargjald innanlands  á öllum bókum á síðunni okkar nú um páskana. Nýjar kiljur á frábæru verði, eldri bækur á bókamarkaðsverði. Það er óþarfi að láta sér leiðast! Eina sem þú þarft að gera er að slá inn afsláttarkóðann FRÍ þegar þú lýkur kaupunum. Við dreifum alla virka daga, hratt og örugglega – og algjörlega fumlaust!

Meira →


Þegar karlar stranda - frí heimsending!

Þegar karlar stranda - frí heimsending!

Þegar karlar stranda – og leiðin í land eftir Sirrý Arnardóttur er nú á sérstöku tilboði, aðeins 3.300 krónur komin heim til þín (innanlands). Það eina sem þú þarft að muna þegar þú lýkur kaupunum á vefnum okkar er að slá inn afsláttarkóðann FRÍ.  Karlar tala síður en konur um það hvernig þeim líður. Þeir velja margir hverjir að bíta á jaxlinn og bera harm sinn í hljóði. Sirrý Arnardóttir hefur tekið viðtöl við karlmenn á ólíkum aldri, úr ólíkum áttum og með mismunandi stöðu í samfélaginu og veita þau einstaka innsýn í líf þeirra og líðan. Þeir eiga það allir sameiginlegt...

Meira →


Valdið til neon-félaga!

Valdið til neon-félaga!

Hin stórkostlega neon-bók, Valdið eftir Naomi Alderman, er nú á leið til áskrifenda. Hún berst til þeirra 17.-19. nóvember. Þú getur enn skráð þig í klúbbinn og fengið fyrstu bókina á hálfvirði. Komdu strax í neon – besta bókaklúbb í heimi!

Meira →


Svartfuglinn – nýr skiladagur!

Svartfuglinn – nýr skiladagur!

Frestur til að skila inn handritum í samkeppnina um glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn 2021 hefur verið lengdur til 1. mars næstkomandi. Bókin kemur síðan út hjá Veröld snemma hausts.  Verðlaunin nema 500.000 krónum, auk þess sem höfundi býðst samningur við umboðsmanninn David Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst allra Svartfuglinn fyrir Marrið í stiganum sem nýverið kom út í Bretlandi en þar hefur henni verið afar vel tekið. The Times sagði að „þessi framúrskarandi fyrsta skáldsaga Evu Bjargar [væri] ekki aðeins safarík ráðgáta heldur líka hrollvekjandi lýsing á því hvernig skrímsli verða...

Meira →