Fréttir

VIÐ ERUM FLUTT!

VIÐ ERUM FLUTT!

Við höfum nú flutt alla starfsemi Bjarts & Veraldar í Vesturvör 30B í Kópavogi. Þar eru nú skrifstofur okkar sem áður voru á Víðimel 38 og eins lager okkar en hann var áður í Fákafeni 11.

Meira →


Sigurður Árni sjötugur!

Sigurður Árni sjötugur!

Frestur til að skrá sig á heillaóskaskrá í bókinni Ástin – Trú og tilgangur lífsins rennur út þann 10. september. Þetta er sannkölluð glæsibók sem kemur út í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar Árna Þórðarsonar í byrjun nóvember, þótt afmælisdagurinn sé ekki fyrr en þann 23. desember 2023. Bókin hefur að geyma íhuganir Sigurðar Árna, helstu kennidaga ársins. Fullt verð bókarinnar er 14.990 en með því að slá inn afsláttarkóðann TABULA þegar þú lýkur kaupunum færðu hana á 11.990 kr. Bæði er hægt að fá bókina senda heim þegar hún kemur út, sækja hana til Bjarts & Veraldar eða á sérstakan útgáfufagnað...

Meira →


Lungu eftir Pedro hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin

Lungu eftir Pedro hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin

Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia hlaut í gærkvöldi Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2022. Óhætt er að segja að bókin hafi slegið í gegn fyrir jólin og voru dómar á eina lund.   „Ég hafði feikilega ánægju af að lesa þessa bók," sagði Egill Helgason í Kiljunni og bætti við: „Hún svoleiðis gleypir mann í sig. ... Ein af uppgötvunum flóðsins ... Ein af bestu bókum vertíðarinnar.“ Í sama þætti sagði Sunna Dís Másdóttir að hver einasta persóna bókarinnar hefði heillað hana. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir gaf bókinni ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ í Stundinni og vitnaði í Pál Óskar þegar hún sagði: „Þetta er galið gott." Sverrir Norland...

Meira →


Svartfuglinn – skilafrestur til 1. mars!

Svartfuglinn – skilafrestur til 1. mars!

Frestur til að skila inn handritum í samkeppnina um glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn 2022 er til 1. mars næstkomandi. Bókin kemur síðan út hjá Veröld snemma hausts, samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands.  Verðlaunin nema 500.000 krónum, auk þess sem höfundi býðst samningur við umboðsmanninn David Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst allra Svartfuglinn fyrir Marrið í stiganum sem kemur nú út víða um lönd. Hún hlaut rýting Samtaka breskra glæpasagnahöfunda árið 2021 í flokkinum frumraun ársins („New Blood“) og er það í fyrsta skipti sem þýdd bók fær verðlaunin...

Meira →


Enginn Svartfugl í ár

Enginn Svartfugl í ár

Svartfuglinn verður ekki veittur í ár. Dómnefnd um glæpasagnaverðlaunin tókst því miður ekki að vera sammála um hvaða handrit verðskuldaði að hljóta verðlaunin. Alls bárust ríflega tíu handrit í samkeppnina og voru þau mjög ólík að gerð, innihaldi og stíl sem sýnir að mjög mikil fjölbreytni er á íslenska glæapasagnaakrinum. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Unnur Lilja Aradóttir hlaut verðlaunin á síðasta ári, Katrín Júlíusdóttir árið 2020, Eiríkur P. Jörundsson 2019 en fyrst til að bera sigur úr býtum í samkeppninni var Eva Björg Ægisdóttir árið 2018 en verðlaunabók hennar, Marrið í...

Meira →