Fréttir

Sími eða tölvupóstur – það er efinn!

Sími eða tölvupóstur – það er efinn!

Í upphafi árs getur verið að við svörum ekki í síma af einhverjum ástæðum (fáir á stassjón, neon-bók að fara í prentun, annir við að undirbúa næstu jólabókavertíðarstórsókn osfrv). En ekkki örvænta – við lesum alltaf tölvupóstinn! Við mælum því með því að senda tölvupóst ef enginn svarar: Útgáfumál: pmo@bjartur.is, pall@bjartur.is, bjarni@bjartur.is Bóksalar: pantanir@bjartur.is Almennar fyrirspurnir: gunnur@bjartur.is En hafið endilega samband – góðar stundir!

Meira →


Skilafrestur til 1. mars!

Skilafrestur til 1. mars!

Frestur til að skila inn handritum í samkeppnina um glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn 2022 er til 1. mars næstkomandi. Bókin kemur síðan út hjá Veröld snemma hausts, samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands.  Verðlaunin nema 500.000 krónum, auk þess sem höfundi býðst samningur við umboðsmanninn David Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst allra Svartfuglinn fyrir Marrið í stiganum sem kemur nú út víða um lönd. Hún hlaut rýting Samtaka breskra glæpasagnahöfunda árið 2021 í flokkinum frumraun ársins („New Blood“) og er það í fyrsta skipti sem þýdd bók fær verðlaunin. ...

Meira →


Bókmenntahátíð í fimm bindum!

Bókmenntahátíð í fimm bindum!

„Smásögur heimsins: Alþjóðleg bókmenntahátíð í fimm bindum“ verður haldin í Norræna húsinu föstudaginn 10. september kl. 16. Um er að ræða uppskeruhátíð eins viðamesta þýðingaverkefnis sem ráðist hefur verið í á vegum íslenskrar bókaútgáfu á þessari öld. Að dagskrá lokinni verða léttar veitingar. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Á árunum 2016 til 2020 gaf Bjartur út úrval tæplega eitt hundrað þýddra smásagna undir titlinum Smásögur heimsins. Var markmiðið að gefa íslenskum lesendum kost á að kynnast fjölbreyttri sagnagerð fremstu höfunda frá Norður Ameríku, Rómönsku Ameríku, Eyjaálfu og Asíu, Afríku og Evrópu frá undanfarinni öld. Ritstjórar voru þau...

Meira →


Rýtingur í bak Evu Bjargar!

Rýtingur í bak Evu Bjargar!

Eva Björg Ægisdóttir hlýtur rýting Samtaka breskra glæpasagnahöfunda árið 2021 í flokkinum frumraun ársins („New Blood“) fyrir Marrið í stiganum. Þetta er í fyrsta skipti sem þýdd bók fær verðlaunin. Þessi verðlaun hafa verið veitt frá árinu 1973 og meðal höfunda sem hafa átt frumraun ársins eru Patricia Cornwell (1990), Minette Walters (1992), Gillian Flynn (2007), S.J. Watson (2011) en þær hafa allar orðið heimsfrægar í kjölfarið. Sum árin hefur dómnefnd ákveðið að veita ekki verðlaunin. Arnaldur Indriðason er eini íslenski höfundurinn sem hlotið hefur verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda en hann fékk hinn virta Gullrýting fyrir Grafarþögn árið 2005. VIctoria Cribb...

Meira →


Varúð – falspóstar!

Varúð – falspóstar!

Brögð eru að því að falspóstar hafi verið sendir út í nafni starfsmanna Bjarts & Veraldar, meðal annars þar sem höfundar eru beðnir um að senda handrit að væntanlegum skáldsögum. Við biðjum alla um að fara með gát og svara ekki grunsamlegum póstum en senda okkur heldur póst til að fá staðfest hvort þeir séu úr okkar ranni. Við höfum uppfært okkar öryggismál til að minnka hættuna á þessu - en allur er varinn góður.

Meira →