Fréttir

Þegar karlar stranda - frí heimsending!

Þegar karlar stranda - frí heimsending!

Þegar karlar stranda – og leiðin í land eftir Sirrý Arnardóttur er nú á sérstöku tilboði, aðeins 3.300 krónur komin heim til þín (innanlands). Það eina sem þú þarft að muna þegar þú lýkur kaupunum á vefnum okkar er að slá inn afsláttarkóðann FRÍ.  Karlar tala síður en konur um það hvernig þeim líður. Þeir velja margir hverjir að bíta á jaxlinn og bera harm sinn í hljóði. Sirrý Arnardóttir hefur tekið viðtöl við karlmenn á ólíkum aldri, úr ólíkum áttum og með mismunandi stöðu í samfélaginu og veita þau einstaka innsýn í líf þeirra og líðan. Þeir eiga það allir sameiginlegt...

Meira →


Valdið til neon-félaga!

Valdið til neon-félaga!

Hin stórkostlega neon-bók, Valdið eftir Naomi Alderman, er nú á leið til áskrifenda. Hún berst til þeirra 17.-19. nóvember. Þú getur enn skráð þig í klúbbinn og fengið fyrstu bókina á hálfvirði. Komdu strax í neon – besta bókaklúbb í heimi!

Meira →


Svartfuglinn – nýr skiladagur!

Svartfuglinn – nýr skiladagur!

Frestur til að skila inn handritum í samkeppnina um glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn 2021 hefur verið lengdur til 1. mars næstkomandi. Bókin kemur síðan út hjá Veröld snemma hausts.  Verðlaunin nema 500.000 krónum, auk þess sem höfundi býðst samningur við umboðsmanninn David Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst allra Svartfuglinn fyrir Marrið í stiganum sem nýverið kom út í Bretlandi en þar hefur henni verið afar vel tekið. The Times sagði að „þessi framúrskarandi fyrsta skáldsaga Evu Bjargar [væri] ekki aðeins safarík ráðgáta heldur líka hrollvekjandi lýsing á því hvernig skrímsli verða...

Meira →


Ragnheiður hlaut Tómasarverðlaunin

Ragnheiður hlaut Tómasarverðlaunin

Ragnheiður Lárusdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni 1900 og eitthvað. Þetta er fyrsta bók höfundar og kemur hún út í dag hjá bókaforlaginu Bjarti. Verðlaunin nema einni milljón króna. Í umsögn dómnefndar um verkið segir meðal annars: „1900 og eitthvað er hófstillt verk um stórfengleika hins smáa og áhrifamátt hversdagsleikans.“ Við minnum á að það er ekkert sendingargjald innanlands ef þú slærð inn afsláttarkóðann FRÍ þegar þú lýkur kaupunum.  Í dómnefnd voru þau Sif Sigmarsdóttir, sem var formaður, Börkur Gunnarsson og Eyþór Árnason. Í umsögn nefndarinnar um verðlaunahandritið segir: „1900 og eitthvað eftir Ragnheiði Lárusdóttur er heillandi uppvaxtarsaga...

Meira →


Frí heimsending innanlands!

Frí heimsending innanlands!

Það er ókeypis póstsending innanlands á öllum bókum á síðunni okkar á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi. Það er óþarfi að láta sér leiðast! Eina sem þú þarft að gera er að slá inn afsláttarkóðann FRÍ þegar þú lýkur kaupunum. Við dreifum alla virka daga, hratt og örugglega – og algjörlega fumlaust!

Meira →