Fréttir

Talar beint inn í samtímann!

Talar beint inn í samtímann!

Út er komin hjá Veröld spennusagan Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur. Gömul brúða þakin hrúðurköllum en með nisti um hálsinn er dregin úr sjó með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Forstöðumaður vistheimilis er sakaður um alvarlegan glæp. Útigangsmaður finnst myrtur. Og ferðamenn hverfa sporlaust. Í Brúðunni eru Huldar lögreglumaður og Freyja sálfræðingur í aðalhlutverki í magnaðri glæpasögu. Sagan talar beint inn í samtímann, rétt eins og fyrri bækur Yrsu Sigurðardóttur þar sem Huldar og Freyja eru aðalpersónur. Bækurnar um þau hafa fengið fádæma lof og hlotið ýmis verðlaun á alþjóðavettvangi. Brúðan er 359 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson...

Meira →


Örlög þjóðar

Örlög þjóðar

Bókaútgáfan Bjartur hefur sent frá sér skáldsöguna Lifandlífslækur eftir Bergsvein Birgisson. Sögunni er þannig lýst á bókarkápu: Árið er 1784 og Skaftáreldar hafa geisað á Íslandi í heilt ár. Í Kaupmannahöfn hittast ráðamenn til þess að ákveða hvað gera eigi við innbyggjara þessarar eyju arfakóngsins, hvort flytja skuli alla verkfæra Íslendinga til Danmerkur að vinna þar í verksmiðjum sem þarfnast vinnuafls. Að lokum er ákveðið að senda fulltrúa í alla landshluta að meta ástand þjóðarinnar áður en ákvörðun er tekin. Útsendari rentukammers til Strandasýslu er ungur háskólamaður af hálfíslenskum uppruna, Magnús Árelíus. Magnús Árelíus er innblásinn af anda upplýsingarinnar og...

Meira →


Mögnuð ættarsaga

Mögnuð ættarsaga

Út er kominn hjá Veröld bókin Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Þegar ég loks horfðist í augu við mín eigin gen í föðurætt tók við atburðarás sem var eins og stjórnlaus hvirfilbylur, bylur sem gekk yfir tilfinningalífið og þurrkaði út allar skilgreiningar á réttu og röngu. Freistandi er að láta sem ekkert hafi gerst því enginn vill vera dæmdur fyrir þá synd sem karlmenn hafa verið hálshöggnir fyrir en konum drekkt.  Í Hornauga segir Ásdís Halla Bragadóttir söguna af því sem gerðist þegar hún á fullorðinsárum stóð loks andspænis nýfundnum genum sínum eftir að hafa komist að því hver blóðfaðir...

Meira →


Saga um tilfinningar fyrir börn

Saga um tilfinningar fyrir börn

Út er komin hjá Veröld bókin Drekinn innra með mér eftir Lailu M. Arnþórsdóttur og Svöfu B. Einarsdóttur. Lítil súlka kemst að því einn daginn að innra með henni býr dreki sem er besta skinn Hann kennir henni að þekkja tilfinningar sínar og hvernig hún getur brugðist við þeim. Öll búum við yfir allskonar tilfinningum – til dæmis gleði, reiði, spennu og og depurð – og allar þessar tilfinningar eiga rétt á sér. Galdurinn er að læra að þekkja þær og hvernig við getum brugðist við þeim. Fjölmörg börn kannast við þessa fallegu sögu um drekann innra með okkur sem...

Meira →


Þorpið eftir Ragnar Jónasson!

Þorpið eftir Ragnar Jónasson!

Út er komin glæpasagan Þorpið eftir Ragnar Jónasson. Una, ungur kennari úr Reykjavík, ræður sig til starfa á Skálum á Langanesi árið 1985. Íbúarnir eru tíu og nemendurnir aðeins tveir. Samfélagið er lokað og tekur henni með miklum fyrirvara – eins og allir hafi eitthvað að fela.  Óútskýrð dauðsföll vekja ugg, Unu finnst sér ógnað og á nóttunni er stundum eins og hún sé ekki ein í herberginu sínu ... Ragnar Jónasson er einn fremsti spennusagnahöfundur þjóðarinnar. Bækur hans hafa komið út um allan heim og setið efst á metsölulistum. Hér sýnir hann allar sínar bestu hliðar í glæpasögu sem...

Meira →