Fréttir

Mögnuð ættarsaga

Mögnuð ættarsaga

Út er kominn hjá Veröld bókin Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Þegar ég loks horfðist í augu við mín eigin gen í föðurætt tók við atburðarás sem var eins og stjórnlaus hvirfilbylur, bylur sem gekk yfir tilfinningalífið og þurrkaði út allar skilgreiningar á réttu og röngu. Freistandi er að láta sem ekkert hafi gerst því enginn vill vera dæmdur fyrir þá synd sem karlmenn hafa verið hálshöggnir fyrir en konum drekkt.  Í Hornauga segir Ásdís Halla Bragadóttir söguna af því sem gerðist þegar hún á fullorðinsárum stóð loks andspænis nýfundnum genum sínum eftir að hafa komist að því hver blóðfaðir...

Meira →


Saga um tilfinningar fyrir börn

Saga um tilfinningar fyrir börn

Út er komin hjá Veröld bókin Drekinn innra með mér eftir Lailu M. Arnþórsdóttur og Svöfu B. Einarsdóttur. Lítil súlka kemst að því einn daginn að innra með henni býr dreki sem er besta skinn Hann kennir henni að þekkja tilfinningar sínar og hvernig hún getur brugðist við þeim. Öll búum við yfir allskonar tilfinningum – til dæmis gleði, reiði, spennu og og depurð – og allar þessar tilfinningar eiga rétt á sér. Galdurinn er að læra að þekkja þær og hvernig við getum brugðist við þeim. Fjölmörg börn kannast við þessa fallegu sögu um drekann innra með okkur sem...

Meira →


Þorpið eftir Ragnar Jónasson!

Þorpið eftir Ragnar Jónasson!

Út er komin glæpasagan Þorpið eftir Ragnar Jónasson. Una, ungur kennari úr Reykjavík, ræður sig til starfa á Skálum á Langanesi árið 1985. Íbúarnir eru tíu og nemendurnir aðeins tveir. Samfélagið er lokað og tekur henni með miklum fyrirvara – eins og allir hafi eitthvað að fela.  Óútskýrð dauðsföll vekja ugg, Unu finnst sér ógnað og á nóttunni er stundum eins og hún sé ekki ein í herberginu sínu ... Ragnar Jónasson er einn fremsti spennusagnahöfundur þjóðarinnar. Bækur hans hafa komið út um allan heim og setið efst á metsölulistum. Hér sýnir hann allar sínar bestu hliðar í glæpasögu sem...

Meira →


Ferðalag inn í fortíðina

Ferðalag inn í fortíðina

Út er komin hjá Veröld bókin Rassfar í steini – Í slóð Ólafs helga til Stiklastaða eftir Jón Björnsson. Ólafur konungur Haraldsson, ýmist kallaður digri eða helgi, ríkti í rúman áratug yfir Noregi en hraktist þaðan í útlegð og var á endanum felldur í Stiklastaðaorrustu. Fljótlega fór að bera á kraftaverkum í kringum líkið og innan skamms var hann orðinn helgur maður. Enginn veit almennilega hvers vegna því að Ólafur aðhafðist margt misjafnt og ókristilegt um dagana. Hinsta ferð Ólafs var frá Svíþjóð yfir Kjöl til Stiklastaða og varð sú leið ein fjölfarnasta pílagrímaleið Norðurlanda.   Tæpum þúsund árum eftir...

Meira →


Álfar og bannhelgi

Álfar og bannhelgi

Bjartur  hefur gefið út bókina Krossgötur – álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og Svölu Ragnarsdóttur. Krossgötum er þannig lýst á kápubaki: Íslensk þjóðtrú geymir fjölmargar frásagnir af ákveðnum siðum sem menn skulu viðhafa í umgengni sinni við álfa og huldufólk. Þessir siðir hafa haldist merkilega óbreyttir í gegnum aldirnar – að minnsta kosti sá hluti þeirra sem snýr að skilyrðislausri virðingu fyrir bústöðum álfa og huldufólks. Nú sem fyrr hafa slík bannhelg svæði áhrif á framkvæmdir manna, allt frá vegalagningu til byggingu sólpalla. Í þessari bók eru fimmtíu og fjórir álfasteinar, huldufólksklettar, dvergasteinar og aðrir bannhelgir staðir...

Meira →