Fréttir

Stundin nálgast!

Stundin nálgast!

Lokaþátturinn um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist í Millennium-bálknum er framundan. Síðasta bókin í seríunni eftir David Lagercrantz kemur út um allan heim þann 22. ágúst og um svipað leyti á Íslandi í þýðingu Höllu Kjartansdóttur.

Meira →


Annabelle beint í toppbaráttuna

Annabelle beint í toppbaráttuna

Annabelle eftir Linu Bengtsdotter er næstmest selda bók vikunnar, samkvæmt metsölulistanum í Eymundsson. Það kemur ekki á óvart. Bókin hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn eftir að hafa verið valin frumraun ársins í Svíþjóð.

Meira →


Fagnað með Árelíu!

Fagnað með Árelíu!

Það var mikil stemmning þegar Árelía Eydís Guðmundsdóttir fagnaði útkomu skáldsögu sinnar Söru í Kjarvalsstofu, eins og Smartlandið sýndi. Enda full ástæða til - bókin rauk beint á topp metsölulistans í Eymundsson. https://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2019/06/20/trodfullt_ut_ur_dyrum_hja_areliu_eydisi/  

Meira →


Eiríkur P. Jörundsson hlýtur Svartfuglinn!

Eiríkur P. Jörundsson hlýtur Svartfuglinn!

Eiríkur P. Jörundsson hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Hefndarenglar sem kom út hjá Veröld í dag. Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, veitti verðlaunin í Gröndalshúsi. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld, og eru þau nú veitt í annað sinn. Í fyrra hlaut Eva Björg Ægisdóttir verðlaunin fyrir sögu sína Marrið í stiganum sem fékk sérlega góða dóma og sat lengi í efstu sætum metsölulista. Marrið í stiganum mun næsta vor koma út í Bretlandi.  Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna samkvæmt...

Meira →


Svartfuglinn – skilafrestur framlengdur!

Svartfuglinn – skilafrestur framlengdur!

Öllum til hagræðingar hefur skilafrestur í Svartfuglinn verið framlengdur til 10. janúar næstkomandi. Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til þessara í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst allra verðlaunin í apríl síðastliðnum fyrir Marrið í stiganum sem er ein mest selda bók ársins 2018. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki sent frá sér áður glæpasögu. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Einnig býðst þeim sem sigur ber úr býtum samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af...

Meira →