Fréttir

Annálar Nóbelsskálds

Annálar Nóbelsskálds

„Annálar eru einstaklega góð bók, satt að segja frábær. Ef þú ert ekki kjökrandi af þakklæti í lokin, þá hefur aldurinn farið illa með þig,“ sagði gagnrýnandi The Times um meistaraverk Bobs Dylan sem nú er á leið í verslanir í snilldarþýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Hér kynnumst við meðal annars hinu unga söngvaskáldi sem kemur til New York-borgar árið 1961 til þess að freista gæfunnar og sjáum hina kraumandi borg með hans augum, í bland við minningar, sumar nístandi sárar og harðar og ljóðrænar athugasemdir. Dylan hlaut sem kunnugt er Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2016.  Guðmundur Andri ritar eftirmála að bókinni sem...

Meira →


Lisbeth Salander kominn til landsins!

Lisbeth Salander kominn til landsins!

Fimmtudaginn 22. ágúst kemur út lokahnykkurinn í Millennium-bálkinum um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist. Stieg Larsson hóf hann sem kunnugt er með Karlar sem hata konur en síðan komu Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi. Larsson féll frá langt um aldur fram en við keflinu tók David Lagercrantz og nú er sjötta og síðasta bókin í flokknum væntanleg. Sú sem varð að deyja er komin á lager en okkur er því miður óheimilt að leyfa öðrum að njóta bókarinnar fyrr en á fimmtudaginn. En þá er líka veisla í vændum!

Meira →


Fagurskinna – ný útgáfuþjónusta Bjarts & Veraldar

Fagurskinna –  ný útgáfuþjónusta Bjarts & Veraldar

Fagurskinna er ný deild innan Bjarts & Veraldar sem veitir  einstaklingum, félagasamtökum og stofnunum útgáfuþjónustu. Í því felst forlagsritstjórn, prófarkalestur, hönnun, umbrot, samskipti við prentsmiðjur og síðan útgáfa og eftirfylgni á markaði. Fyrsta bók Fagurskinnu mun líta dagsins ljós á fyrri hluta árs 2020. Í forlagsritstjórn felst meðal annars rækilegur lestur á handriti með tilliti til framsetningar efnis og texta, ráðleggingar um efnisskipan, hugsanlegar styttingar, efnisþætti sem þyrftu aukið vægi, fyrirsagnir, málfar og myndanotkun, þ.m.t. töflur, kort og skýringarmyndir, í samráði við höfunda viðkomandi verks.  Fagurskinna annast hönnun verksins og umbrot, prófarkalestur, samanburð og lokafrágang, skilar verkinu til prentsmiðju og sér um öll samskipti...

Meira →


Annabelle á toppinn!

Annabelle á toppinn!

Annabelle eftir Linu Bengtsdotter er mest selda kilja landsins, samkvæmt nýjasta metsölulistanum í Eymundsson. Og skyldi engan undra - þetta er frábær glæpasaga!

Meira →


Stundin nálgast!

Stundin nálgast!

Lokaþátturinn um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist í Millennium-bálknum er framundan. Síðasta bókin í seríunni eftir David Lagercrantz kemur út um allan heim þann 22. ágúst og um svipað leyti á Íslandi í þýðingu Höllu Kjartansdóttur.

Meira →