Svartfuglinn 2021 fundinn!

Svartfuglinn 2021 fundinn!

Dómnefnd um Svartfuglinn 2021 hefur nú lokið störfum. Alls bárust tæplega tuttugu handrit inn í samkeppnina og hefur höfundi verðlaunahandritsins verið tilkynnt um niðurstöðuna. Spennusögur af öllu tagi voru sendar inn og sýnir það svo ekki verður um villst að mikil gróska er í nýræktinni á glæpasagnakrinum. Bókin mun svo koma út hjá Veröld í byrjun október.

Áður hafa hlotið verðlaunin Eva Björg Ægisdóttir, Eiríkur P. Jörundsson og Katrín Júlíusdóttir.

Það eru glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson sem standa að Svartfuglinum ásamt Veröld. Með þeim í dómnefndinni sat Bjarni Þorsteinsson. Verðlaunin nema 500.000 krónum, auk þess sem höfundinum býðst samningur við breska umboðsmanninn David Headley.


Eldri fréttir Nýrri fréttir