Skilafrestur í Svartfuglinum hefur verið framlengdur til 2. janúar. Svartfuglinn, hin nýju glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson hafa stofnað til í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld, verða afhent í fyrsta sinn árið 2018 að undangenginni samkeppni. Þeim sem hlýtur glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn býðst samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem
Út er komin hjá Veröld bókin Hrakningar á heiðavegum – Fleiri háskalegar ferðir um óblíð öræfi Íslands eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson. Ritröðin Hrakningar og heiðavegir í samantekt þeirra Pálma Hannessonar og Jóns Eyþórssonar hefur lifað með þjóðinni í þau 60 ár sem liðin eru síðan síðasta bindið kom út. Hrakningasögurnar hafa haft mikið aðdráttarafl, enda
Bjartur bókaútgáfa hefur sent frá sér skáldsöguna Perlan – meint skinkuvæðing íslensku kvenþjóðarinnar í kjölfar efnahagshrunsins, eftir Birnu Önnu Björnsdóttur. Perla Sveinsdóttir var á unglingsárum vinsælasta stelpan í bekknum, sætust og sú sem allir dönsuðu í kringum. En eftir að hafa átt erfitt með að fóta sig á sínum fyrstu fullorðinsárum flyst hún til New
Út er komin hjá Veröld glæpasagan Gatið eftir Yrsu Sigurðardóttur. Umsvifamikill fjárfestir finnst látinn í Gálgahrauni, á hinum forna aftökustað sem blasir við frá Bessastöðum. Barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík er tilkynnt um lítinn dreng sem er aleinn og yfirgefinn í ókunnugri íbúð. Og fjórir vinir óttast að leyndarmál þeirra verði afhjúpað. Þessir ólíku þræðir fléttast saman í magnaðri
Út er komin hjá Veröld skáldsagan Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Nemandi í Landakotsskóla verður vitni að því þegar séra Ágúst Frans skólastjóri hrapar niður úr turninum á Kristskirkju. Tveimur áratugum síðar vill drengurinn hitta nunnuna sem í aðdraganda þessa atburðar var fengin til að rannsaka framkomu skólastjórans við nemendur. Kynni hennar af Íslandi og Íslendingum umturnuðu