Hrakningasögurnar hafa haft mikið aðdráttarafl, enda í senn þrungnar háska og óbilandi þrautseigju fólks í faðmi hrikalegrar náttúru í válegum veðrum.
Fyrir jólin 2016 kom út bókin Hrakningar á heiðavegum þar sem safnað var saman frásögnum úr verkinu og seldist hún upp á örskömmum tíma. Nú hefur verið safnað saman efni í annaða bindi, grípandi og átakanlegum frásögnum sem láta engan ósnortinn.
Úr umsögnum um Hrakningar á heiðavegum:
„Maður lifir sig gríðarlega inn í þetta, ég komst við á tveimur stöðum.“ Kolbrún Bergþórsdótti, Kiljunni
„Hér er að finna hreint magnaða lesningu af grimmri náttúru íslenskra öræfa … án efa með því besta og merkasta úr menningar- og útgáfusögu Íslendinga.“ Björgvin G. Sigurðsson, pressan.is
„Þjóðlegur fróðleikur eins og hann gerist æsilegastur.“ Egill Helgason, Kiljunni