„Yrsa toppar þarna allt“

Fréttir

„Yrsa toppar þarna allt“

Út er komin hjá Veröld kiljuútgáfa af metsölubókinni DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ung kona er myrt á heimili sínu að nóttu til. Eina vitnið er sjö ára dóttir hennar. Skömmu síðar lætur morðinginn aftur til skarar skríða. Radíóamatör fær sérkennileg skilaboð á öldum ljósvakans sem tengja hann við bæði fórnarlömbin. Þó þekkir hann hvorugt þeirra.

„Yrsa toppar þarna allt sem ég hef áður séð … Hörkuspennandi bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Hörkuspennandi og prýðilega skrifuð.“
Sigurður G. Valgeirsson, Kiljunni

„Yrsa bregst ekki aðdáendum sínum.“ Friðrika Benónýs, Fréttablaðinu

„Erfitt að leggja bókina frá sér.“
Yngvi Þór Kormáksson, bokmenntir.is

„Yrsa kann það sem mestu máli skiptir, að fylla lesandann spennu og óvissu.“ Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Fréttatímanum

DNA er 476 blaðsíður að lengd. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði bókarkápu og Eyjólfur Jónsson braut um. Bókin er prentuð í Odda.


Eldri fréttir Nýrri fréttir