Ein drottning hrósar annarri!

Fréttir

Ein drottning hrósar annarri!

Glæpasagnadrottningin Sara Blædel var gestur bókaforlagsins Bjarts í Reykjavík í vikunni, en þá var hún nýkomin úr upplestrarferðalagi um Ameríku, þar sem Gleymdu stúlkurnar komu út í febrúar. Hér fékk hún þau gleðitíðindi að þáttastjórnandinn og fjölmiðlakonan vinsæla, Oprah, hefði hrósað bókinni á heimasíðu sinni – en það þykja ameríska útgefandanum og umboðsmanninum svo sannarlega þrusutíðindi!

Í lauslegri þýðingu ritstjóra Bjarts.is hefur Oprah þetta að segja: Hin danska drottning glæpasögunnar, Sara Blædel, er ótrúlega flink við að flétta saman átakanlega samfélagslýsingu og hörkuspennandi krimma, á sama tíma og hún hefur skapað lögreglukonu sem er jafn margbrotin og raunveruleg og manns besti vinur. Þú rífur söguna í þig á einum degi, og hugsar um hana lengi á eftir.

Ekki slæmt að fá slíka rokna umsögn frá sjálfri Opruh!


Eldri fréttir Nýrri fréttir