
Þau leiðu mistök urðu við gerð bókar okkar Forystufé og fólkið í landinu að greinarinnar og höfunda hennar „Forystufé á Íslandi“, sem birtist í Náttúrufræðingnum (85. árg., 3.–4. hefti, 2015, bls. 99–100), var ekki getið þar sem texti úr greininni er tekinn upp á bls. 9-10 í bókinni.
Höfundar greinarinnar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur Dýrmundsson.
Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Þau verða leiðrétt í nýjum útgáfum.
Daníel Hansen
Guðjón R. Jónasson