Hjá Bjarti eru allir dagar dagar ljóðsins – en þessi vika kemur ónteitanleg óvnju sterk inn: Út eru komnar tvær nýjar og stórglæsilegar ljóðabækur: Blýengillinn eftir Óskar Árna Óskarsson, meistara hvunndagsins í íslenskum skáldskap, og Tilfinningarök eftir Þórdísi Gísladóttur, verðlaunaljóðskáld, barnabókahöfund og þýðanda með meiru. Þórdís og Óskar Árni eru bæði gestir Bókmenntahátíðar í Reykjavík, sem hefst á morgun.
Þau taka bæði þátt í pallborðinu Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum sem fram fer í Iðnó annað kvöld, miðvikudagaskvöld, frá kl. 20:45 til 21:30.
Í verkum Helle Helle, Þórdísar Gísladóttur og Óskars Árna Óskarssonar birtast hversdagslegar persónur í hversdagslegum aðstæðum, sem leyna þó á sér þegar betur er að gáð. Hér verður skoðað hvað það er sem gerir hversdagsleikann svo spennandi og áhugaverðan og hvernig þessir höfundar finna sér yrkisefni.
Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum: Helle Helle, Þórdís Gísladóttir og Óskar Árni Óskarsson
Stjórnandi: Lilian Rösling
Þriðja ljóðabókin er svo væntanleg innan tíðar: Stormviðvörun, eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur.