Snyrtimennskan í fyrirrúmi – af veisluhöldum helgarinnar

Fréttir

Snyrtimennskan í fyrirrúmi – af veisluhöldum helgarinnar

Hér á árum áður voru jólaboð Bjarts frægar veislur í Reykjavík, sem sögur fóru af mánuðum saman, og verður nú að segjast einsog er að sögurnar sóttu í sig veðrið, frekar en hitt,  þar til komið var að næsta boði. Var þá gjarna fjölmenni mikið og enginn maður með mönnum í bænum nema honum væri boðið til veislunnar. Nú er af sem áður var og var jólaboð Bjarts haldið í heimahúsi í miðbænum um helgina. Höfundar, þýðendur og hönnuðir ræddu málin í lágum hljóðum fram eftir kvöldi og kollegar á leiðinni heim úr öðru boði stungu inn nefinu skamma stund. Leikið var á píanó og fólk dillaði sér í léttum takti rétt fram yfir miðnætti. Svona fullorðnast samkvæmislífið hjá Bjarti. 

Jólagleði starfsmanna fór sömuleiðis fram um helgina, en þá voru það Bjartur & Veröld og auglýsingastofan Dynamó Reykjavík sem efndu saman til veislu á franska veitingastaðnum Le Bistro. Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri Veraldar, var veislustjóri og þótti fara á kostum í selskapinu. Hann mun meira að segja hafa haft nokkurn heimil á Magnúsi Guðmundssyni, hjá Dynamo, sem verður að teljast afrek.


Eldri fréttir Nýrri fréttir