Vel skrifuð bók, Guð minn góður

Fréttir

Nú verðar sagðar Kiljufréttir. Egill Helgason og gestir hans Eiríkur Guðmundsson og Kolbrún Bergþórsdóttir fjölluðu um Fyrir Lísu eftir Steinunni Sigurðardóttur í bókmenntaþættinum Kiljunni í gær. “Vel skrifuð bók, Guð minn góður,“ sagði Eiríkur Guðmundsson. „Mjög góð bók,“ sagði Kolbrún Bergþórsdóttir og hélt áfram: „Þetta er málefni sem brennur á höfundi,“ en umfjöllunarefni Steinunnar í Fyrir Lísu er barnaníð, sem margir héldu að væri ómögulegt að fjalla um í skáldskap, en Steinunni tekst listilega.

„Henni er svo misboðið, sem manneskju,“ hélt Kolbrún áfram „og hún kemur því inn í þessa skáldsögu.“ „Steinunn er einn af okkar flinkustu skáldsagnahöfundum,“ sagði Eiríkur og hrósaði því hvað hún væri flink að lýsa innri átökum. Kolbrún nefndi einmitt að þar kæmi marg fram um vináttuna – og vangaveltur um lífið og um það að horfast í augu við hlutina en þegja ekki bara.


Eldri fréttir Nýrri fréttir