Í tilefni INFERNO: tíu staðreyndir um allt aðra bók

Fréttir

Í tilefni INFERNO: tíu staðreyndir um allt aðra bók

Ný bók eftir metsöluhöfundinn Danny (boy) Brown er væntanleg í maí. Af því tilefni rifjum við hér upp nokkrar góðar staðreyndir um eina mest og best seldu bók allra tíma: Da Vinci Lykilinn. 

 

1. Da Vinci lykillinn hefur selst í meira en 82 milljón eintökum úti um allan heim – það er bók fyrir hvert mannsbarn í London, Washington, París, Róm, Berlín, Moskvu, Peking, Tókíó, Höfðaborg og Rio de Janero.

2. Da Vinci lykillinn er best selda kilja Bretlands fyrr og síðar. Hinar skáldsögur Dans þrjár, Englar og djöflar, Blekkingaleikur og Hringur Tankados raða sér í annað, þriðja og fjórða sætið.

3. Dan Brown var upphaflega söngvari og söngvaskáld. Árið 1994 gaf hann út plötu sem hét Englar og djöflar. Höfundur myndefnis á plötuumslaginu var myndlistamaðurinn John Landgon, en aðalhetja spennusagna Dans Brown varð síðar Robert Langdon.

4. Blythe Brown, eiginkona Dans, vinnur mestu rannsóknarvinnuna fyrir skáldsögur hans. Hann byrjar oft á því að skrifa lokakaflann.

5. Árið 2006 kærðu Michale Baigent og Richard Leigh, höfundar bókarinnar The Holly Blood And The Holy Grail, útgefanda Dans Brown, og hann sjálfan, fyrir ritstuld. Þeir töpuðu málinu.

6. Fimm þúsund manns réðu gátu sem var byggð á fimm táknum framan á kápu amerísku útgáfu bókarinnar. Einn þeirra vann helgarferð til Parísar.

7. Dan Brown var í síðusta mánuði útnefndur einn „mest gefni“ höfundur Bretlands (það er ekki það sama og „best gefni,“ en enn hefur enginn verið útnefndur í þeim flokki): Er þar átt við hvað bækurnar hans eru gjarna gefnar á nytjamarkaði þegar fólk hefur lesið þær.

8. Ameríski útgefandi Dan Brwon ætlar að prenta 6.5 milljón eintök, en það er stærsta upplag af innbundinni bók hingað til. Fimm milljónum eintaka verður dreift um Ameríku, 1.5 til Bretlands, Ástralíu, Nýja Sjálands og Höfðaborgar, svo dæmi séu nefnd.

9. Dan Brown hefur látið hafa eftir sér að hann hafi nú þegar hugmynd að söguþræði fyrir 12 bækur í viðbót um Robert Langdon.

10. Dan Brown hefur verið nefndur einn af hundrað áhrifamestu mönnum í heiminum.

 

Eldri fréttir Nýrri fréttir