Varúð – falspóstar!

Varúð – falspóstar!
Brögð eru að því að falspóstar hafi verið sendir út í nafni starfsmanna Bjarts & Veraldar, meðal annars þar sem höfundar eru beðnir um að senda handrit að væntanlegum skáldsögum. Við biðjum alla um að fara með gát og svara ekki grunsamlegum póstum en senda okkur heldur póst til að fá staðfest hvort þeir séu úr okkar ranni. Við höfum uppfært okkar öryggismál til að minnka hættuna á þessu - en allur er varinn góður.

Eldri fréttir Nýrri fréttir