Tvísaga Ásdísar Höllu er „firnasterk“!

Fréttir

Tvísaga Ásdísar Höllu er „firnasterk“!

„Ásdís Halla Bragadóttir hefur skrifað ævisögu sem kannski er einsdæmi í íslenskum bókmenntum,“ segir Friðrika Benónýs í Fréttablaðinu um Tvísögu, gefur henni fjórar stjörnur og bætir við: „Þar tekst hún á við sögu móður sinnar, fjölskyldu sinnar og um leið sína eigin sögu af miklum heiðarleika og skilar sterkri sögu úr íslenskri nærfortíð, sem á köflum fær lesandann til að grípa andann á lofti og velta því fyrir sér hvers konar þjóðfélag þetta sé sem við búum í.“ Niðurstaða hennar er skýr: „Vel unnin, vel skrifuð og firnasterk saga sem spilar á alla tilfinningastrengi lesenda.“ Hér má lesa dóminn í heild: http://www.visir.is/thu-helst-ekki-ad-lifid-vaeri-svona/article/2016161129072

 


Eldri fréttir Nýrri fréttir