Þú fyllist skelfingu. En þú veist ekki hvers vegna …

Fréttir

Þú fyllist skelfingu. En þú veist ekki hvers vegna …

Út er komin hjá Veröld skáldsagan Ég er að spá í að slútta þessu eftir kanadíska rithöfundinn Iain Reid. Jake og kærasta hans heimsækja foreldra hans sem búa á frekar afskekktum bóndabæ. Ýmislegt sérkennilegt mætir unnustunni í þessari ferð og sú mynd sem hún hafði af Jake rímar illa við það sem hún upplifir. Á heimleiðinni lenda þau í blindbyl sem ber þau að auðri skólabyggingu þar sem atburðarásin tekur óvænta stefnu. 

Ég er að spá í að slútta þessu er spennuþrungin og taugatrekkjandi saga um ökuferð sem endar með skelfingu. Bókin hefur slegið rækilega í gegn víða um heim og leikstjórinn Charlie Kaufman, sem tilnefndur hefur verið fjórum sinnum til Óskarsverðlauna, vinnur nú að stórmynd eftir sögunni. Skáldsaga ársins að mati Notable Books Council. Iain Reid er bróðir Elizu Reid, eiginkonu forseta Íslands. 

„Snarpasta og frumlegasta bókmenntalega spennusaga sem skrifuð hefur verið í langan tíma.“ – Chicago Tribune

„Þig langar til að hrópa: „Forðaðu þér!“ Sögumaðurinn heyrir vel í þér. En hann lætur sem hann heyri ekki.“ – The Independant

******

„Bílferð sem sprengir öll mörk … Hægt að lesa hana með hraði, gleypa, innbyrða í litlum bitum og lesa aftur og aftur.“ - Fyens Stiftstidende

„Er eins og martröð af þeirri gerð sem þú þráir að að losna úr en um leið langar þig til að dreyma áfram.“ – Kirkus Reviews

„Frásögnin er hlaðin óvæntum vendingum og endalokin skilja lesandann eftir agndofinn.“ – Library Journal

Ég er að spá í að slútta þessu er 218 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Alex Merto hannaði kápu. Bókin er prentuð í Danmörku.


Eldri fréttir Nýrri fréttir