Bráðfyndið og skemmtilegt … öskrar á mann!

Fréttir

Bráðfyndið og skemmtilegt … öskrar á mann!

Bjartur hefur fjarlægst línulega dagskrá og kýs tímaflakk. Nú, á meðan Kiljan er í loftinu, í línulegri dagskrá (hvað hefði orðið um Dallas í nútímanum?), verða sagðar fréttir úr SÍÐUSTU Kilju:

Þar kepptust Egill, Toggi – og ný Kilju-stjarna, Sunna Dís Másdóttir – við að dásama ljóðabók Halldórs Halldórssonar: Hugmyndir: Andivrði hundrað milljónir. Ljóðabókina sem einmitt, fyrst Bjartsbóka haustsins, fór í endurprentun í dag.

Hefjast nú tilvitnanir; „ákaflega skemmtileg rödd … mjög eindregin, áköf og spennandi,“ sögðu þau í Kiljunni. Þvílíkt hól um nýtt ljóðskáld! Gagnrýnendur Kiljunnar bættu um betur og kölluðu bókina „jóðabók á sterum,“ … af því hvað gengur mikið á. Einfaldlega: „bráðfyndið og skemmtilegt, öskrar á mann!“

Þetta köllum við FYLLSTU MEÐMÆLI. 

hugmyndir_kiljan


Eldri fréttir Nýrri fréttir