Það er alltaf verið að „fokka“ í lesandanum!

Fréttir

Það er alltaf verið að „fokka“ í lesandanum!

Nú verða sagðar Kiljufréttir! Þríeykið í Kiljunni, Egill, Sigurður og Kolla, hófu svissnesku bókina okkar, Sannleikurinn um mál Harrys Quebert, fullkomlega upp til stjarnanna í gærkvöldi! „Stöðugar vendingar,“ sagði Kolla og dró seiminn:  “… síðustu 100 síðurnar eru rosalegar!“ Alveg rosalegar nefnilega! Þau voru öll sammála um að þetta væri óskaplega skemmtileg bók „mjög fyndin á köflum,“ sagði Kolla og nefndi sérstaklega móður Marcusar … en það verður að taka undir það með henni að það er alveg bjrálæðislega skemmtileg persóna! „Ég mæli alveg eindregið með henni,“ sagði Kolla – og ekki bara fyrir glæpasagnaunnendur, því einsog Sigurður benti á er þetta ekki bara glæpasaga heldur líka ástarsaga og saga með bókmenntalegar tilhneigingar, stórar vangaveltur. „Hann knýr frásögnina áfram af rosalegri hugkvæmni,“ sagði Egill … „Það er alltaf verið að „fokka“ í lesandanum.“

„Hrikalega skemmtileg lesning. Fyrir alla,“ voru lokaorð Egils. Hrikalega skemmtileg. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert er eftir svissneska höfundinn Joel Dicker. 700 síðna metsölubók í þýðingu Friðriks Rafnssonar.


Eldri fréttir Nýrri fréttir