Kona skoðar líf sitt, gleymda drauma og væntingar … og gerir lista

Fréttir

Kona skoðar líf sitt, gleymda drauma og væntingar … og gerir lista

„Hvernig myndi maður bregðast við ef maður ynni stóra vinninginn í lottóinu og gæti gert allt sem mann dreymdi um og keypt allt sem hugurinn girntist? Þessari spurningu þarf Jocelyne að svara í Óskalistanum eftir franska rithöfundinn Grégoire Delacourt í afbragðsþýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur.“

Svo ritar Silja Björg Huldudóttir í Morgunblaðið í gær.  

„Daginn sem Jocelyne vinnur 18.547.301 evru og 28 sent í lottói eða sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna verða straumhvörf í lífi hennar. Hún ákveður að segja engum fréttirnar strax meðan hún er að átta sig á hlutunum, enda ljóst að það að „láta drauma annarra rætast felur í sér þá áhættu að eyðileggja þá“ (bls. 112). Jocelyne skoðar líf sitt, gleymda drauma og væntingar og gerir í framhaldinu nokkra ólíka óskalista þar sem bæði má finna efnislega hluti og markmið.“


Eldri fréttir Nýrri fréttir