„Vekur taumlausa skelfingu“

Fréttir

„Vekur taumlausa skelfingu“

Út er komin hjá Veröld ný kiljuútgáfa af verðlaunaglæpasögunni Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur en hún hefur verið ófáanleg um hríð.

 

Ég man þig kom fyrst út árið 2010 og var valin besta íslenska glæpasagan auk þess sem hún var ein mest selda bók ársins, bæði 2010 og 2011. Bókin hefur setið á metsölulistum víða um lönd og erlendir dómar verið afar lofsamlegir. Þess má geta að innan skamms kemur hún út í Bandaríkjunum en þaðan eru þegar farnir að berast mjög lofsamlegir dómar.

 

Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Hún virðist hafa verið hugfangin af syni hans sem hvarf fyrir þremur árum – og fannst aldrei.

 

„Æsispennandi tryllir sem vekur taumlausa skelfingu hjá lesandanum.“ The Times

 

„Yrsa er jafnoki Stephens King þegar kemur að því að skapa óhugnað og ótta hjá lesandanum.“ Independent

 

„Snilldarlega fléttuð og með ókjörum af spennandi augnablikum.“ Guardian

 

„Óbærilega spennandi.“ Verdens Gang

 

Ég man þig er 392 blaðsíð að lengd. Ólafur Unnar Kristjánsson hannaði kápuna. Bókin er prentuð í Odda.


Eldri fréttir Nýrri fréttir