Takk, Ingólfur og Lommi!

Fréttir

Takk, Ingólfur og Lommi!

20015 er gildra heitir afburðagott ljóðagallerí, í eigu Ingólfs Gíslasonar og Lomma, sem rekið er á Internetinu. „Styggðu ekki steggina með loðnum leggjum, farðu ekki hljóðlega í nóttina vondu, ljóðaðu þig upp, beibí, og koddu á 2015ergildra.skjabjort.is,“ segja þeir Ingólfur og Lommi.

Bjartur getur ekki annað en mælt eindregið með þessu fjörlega og fjölbreytta ljóðavef, sem í vikunni hefur einmitt birt ljóð eftir Þórdísi Gísladóttur (Tilfinningarök er rétt nýkomin út) og Kristínu Svövu Tómasdóttur (Stormviðvörun hennar er rétt ókomin út, þetta ljóð birtist í galleríinu í vikunni). 

Meðlahöfundur er 37 ára gamall og 63% karlmaður. Vefkerfinu þykir stjórnendur vera full karllægir og óskar eftir því að þeir lagi kynjahallann sem fyrst. Fökking pungar!“ segja þeir Ingólfur og Lommi, og það þarf ekki að skoða tölurnar nákvæmlega til þess að geta sér þess til að kynjahallinn hafi amk. skánað í vikunni. Hér er höfundalisti gallerísins


Eldri fréttir Nýrri fréttir