Út er komin hjá Veröld bókin Flökkusögur eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Hér er að finna gömul hjón á strípibar í New Orleans, rottur og bækluð börn í Varanasi, himneska stund með Sophiu Loren, elskendur í blóði sínu í Sarajevo, innmúraðan mann í Palestínu, átta smokka nótt í Nata, skítafangara í París, mann sem tapaði fjalli í Armeníu.
Í þessari stórskemmtilegu bók lýsir Sigmundur Ernir Rúnarsson ýmsum af skrýtnustu augnablikum sem hann hefur upplifað á flandri sínu um framandi slóðir. Hér fær frásagnargleði sagnameistarans að blómstra en líka innsæi ljóðskáldsins.
Flökkusögur er einstök og stílfögur bók um mannlífið í öllum sínum margbreytilegu myndum.
Flökkusögur er 128 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot.