„Á pari við Konuna í lestinni“

Fréttir

„Á pari við Konuna í lestinni“

Loksins er hún komin! Fyrst lagði Paula Hawkins heiminn að fótum sér með Konunni í lestinni en nú er það Drekkingarhylur. Síðustu dagana fyrir dauða sinn hringdi Nel Abbott margoft í Jules systur sína, en hún hundsaði hróp hennar á hjálp – og Nel drekkti sér. Jules hafði heitið sjálfri sér því að snúa aldrei aftur til smábæjarins Beckford, en á nú engra kosta völ. Jules óttast minningarnar, húsið sem þær systur ólust upp í, öll andlitin úr fortíðinni. En mest af öllu óttast hún hylinn í ánni sem rennur í gegnum bæinn.
Fyrr um sumarið drukknaði ung stúlka í honum.
 Og Jules veit að Nel hefði aldrei stokkið sjálf út í hann.

Paula Hawkins sigraði heimsbyggðina með fyrstu spennusögu sinni, Konunni í lestinni. Hér snýr hún aftur með magnaðan sálfræðitrylli um tvær systur 
og smábæ sem er fullur af myrkum leyndarmálum. Ingunn Snædal þýddi. Arndís Lilja Guðmundsdóttir hannaði kápu og Aðalsteinn Svanur Sigfússon braut um.

„Drekkingarhylur er jafn spennandi og taugatrekkjandi og Konan í lestinni en ber vott um þroskaðri höfund og sagan mun ýta aðdáendum Hawkins aftur fram að brúninni.“ – Star Tribune

„Drekkingarhylur er algjörlega á pari við Konuna í lestinni.“ – New Statesman

„Safarík spennusaga … Stingið ykkur til sunds. Verðlaunin eru magnaður endir. Frábær glæpasaga á ströndina en þið hugsið ykkur kannski tvisvar um áður en þið dýfið tánni í hið dimma, kalda vatn.“
– USA Today

***** Sunday Express

„Æsispennandi … launráðin birtast stig af stigi í margbrotinni sögu þar sem óvæntar afhjúpanir opinberast á lokasíðunum.“
– The Wall Street Journal


Eldri fréttir Nýrri fréttir