Svooo fallllegt! var grátið í útvarpinu í morgun

Fréttir

Svooo fallllegt! var grátið í útvarpinu í morgun

Á 144. mínútu útvarpsþáttarins Virkir morgnar fjallar Auður Haralds um 1983 eftir Eirík Guðmundsson. „Hann finnur tengingar sem flestir sjá ekki,“ segir Auður, sem hún segir gott því listamaðurinn starfi einmitt við það að sýna fólki það sem það sér ekki sjálft. 

 “SVO FALLEGT!“ hrópaði hún upp yfir sig og útvarpsmaðurinn Andri Freyr útskýrði fyrir okkur hlustendum að hún beinlínis gréti í beinni útsendingu yfir fegurðinni. Í einni setningu, bað Gunna Dís, segðu frá bókinni í einni setningu: „Bráðanauðsyn öllum.“ Þessi bók væri ekki fyrir einhvern einn hóp, heldur bara fyrir alla, bráðanauðsyn öllum, barn gæti lesið þessa bók en þyrfti alveg absolútt að lesa eftir þrítugt, aftur. 

 “Eiríkur hefur nú verið tilnefndur til bókmenntaverðlaunanna, “ sagði Auður, „og mér þætti nú bara nokkuð sjálfsagt að hann fengi þau.“


Eldri fréttir Nýrri fréttir