Sú stærsta og sniðugasta á leið í verslanir!

Fréttir

Sú stærsta og sniðugasta á leið í verslanir!

Nú dreifum við Stærstu og sniðugustu myndaorðabók í heimi, hvorki meira né minna! Á litskrúðugum síðum bókarinnar er ótrúlega margt að sjá, undarlegar byggingar, framandi ávexti, skip, falleg hljóðfæri, skrítnar plöntur og fjölmargt fleira. Þá er ekki annað að gera en slást í för með honum Ottó og vinum hans og skoða þessar snotru og sniðugu teikningar!

Jóna Dóra Óskarsdóttir þýddi þessa dásamlegu bók úr flæmsku.


Eldri fréttir Nýrri fréttir