Inferno verður stórmynd í meðförum Sony. Tom Hanks leikur Langdon

Fréttir

Inferno verður stórmynd í meðförum Sony. Tom Hanks leikur Langdon
Heide Lang, umboðsmaður hins alþjóðlega metsöluhöfundar Dans Brown, sendi út fréttatilkynningu rétt í þessu. Stórfyrirtækið Sony hefur keypt kvikmyndaréttinn að nýjustu bók Browns, INFERNO, og verður kvikmyndin frumsýnd í desember 2015. Þann 18da desember, nánar tiltekið.
 
Það verður sem fyrr leikstjórinn Ron Howard sem leikstrýrir Tom Hanks í hlutverki táknfræðingsins Roberts Langdon. Þeir hafa áður kvikmyndað tvær bækur Dans Brown: Da Vinci lykilinn og Engla og djöfla.
 
INFERNO er væntanleg á næstu vikum í íslenskri þýðingu Arnars Matthíassonar og Ingunnar Snædal. 
 
Mörgum þykir INFERNO ein besta bók Dans Brown, þar sem táknfræðingurinn Robert Langdon, offjölgun í heiminum, Flórens og Feneyjar eru í aðalhlutverki.
 

 

Hér má lesa meira um þetta mál.

 


Eldri fréttir Nýrri fréttir