Út er komin hjá Veröld bókin Stelpur – Tíu skref að sterkari sjálfsmynd eftir Kristínu Tómasdóttur. Kynþroski og bólur, foreldrar, vinkonur og vinir, heilsa og lífsstíll, ofbeldi og einelti, sjálfstraust og ást, útlit og heilbrigði, eyðsla og sparnaður …
Allt þetta og miklu fleira skiptir unglingsstelpur máli. Í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók leggur metsöluhöfundurinn Kristín Tómasdóttir fram tíu leiðir fyrir þær að sterkari sjálfsmynd.
Kristín hefur skrifað fjórar bækur sem hafa selst í um 30.000 eintökum. Auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða fyrir unglinga um betri sjálfsmynd. Ómissandi bók fyrir allar unglingsstelpur!
Stelpur er 407 blaðsíður að lengd. Hrafn Gunnarsson hannaði bókarkápuna og Anna Cynthia Leplar sá um umbrot og hönnun innsíðna. Bókin er prentuð í Odda.