Óvenjuleg og vel skrifuð bók

Fréttir

Óvenjuleg og vel skrifuð bók

Þórdís Gísladóttir, ljóðskáld, barnabókahöfundur og þýðandi, skrifar um nýjustu neon-bókina, Flugnagildruna, á hinn bráðskemmtilega bókmenntavef Druslubækur og doðrantar. Hún hrósar þessari óvenjulegu bók í hástert; en hún er nefnilega bæði um flugur og svo eiginlega allt annað en flugur.

Þetta er lítið rit sem er alltaf hægt að grípa niður í og lesa nokkrar síður, það er alveg óþarfi að gleypa hana í sig frá upphafi til enda í einum bita. Mjög áhugaverð bók fyrir fólk sem hefur gaman af að lesa óvenjulegar og vel skrifaðar bækur, hvort sem menn hafa sérstakan áhuga á flugum eða ekki.


Eldri fréttir Nýrri fréttir