Seiðmögnuð skáldsaga

Fréttir

Seiðmögnuð skáldsaga

Út er komin hjá Veröld skáldsagan Endurkoman eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Símtal frá Bretlandi kemur róti á huga hálfíslensks læknis í New York.  Hefur Magnús Colin lifað í blekkingu frá barnæsku? Hefur hann aldrei séð foreldra sína í réttu ljósi?

Um leið og Magnús þarf að horfast í augu við fortíð sína fær hann til rannsóknar óþekkta konu sem finnst í dái eftir slys á afskekktum vegi. Þegar hann fer að gruna að hún sé með meðvitund en læst inni í eigin líkama vakna áleitnar spurningar um hver hún er, um sjálfan hann – og ekki síst um Malenu, konuna sem hann elskar.

Endurkoman er seiðmögnuð skáldsaga um ástina og leitina að hamingjunni, einsemd og söknuð, brotthvarf ­– og endurkomu. Ólafur Jóhann Ólafsson hefur hlotið margháttaða viðurkenningu fyrir verk sína víða um lönd en þau hafa komið út á yfir tuttugu tungumálum. 

Endurkoman er 389 blaðsíður að lengd. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Finnlandi.


Eldri fréttir Nýrri fréttir