Sprellfjörug ævintýrasaga

Sprellfjörug ævintýrasaga

Út er komin hjá Veröld bókin NÍU LÍF Gísla Steingrímssonar ævintýramanns úr Eyjum eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Það er vægast sagt ótrúlegt að einn og sami maðurinn skuli hafa lifað af hvert sjóslysið á fætur öðru, sloppið lifandi úr filippeysku fangelsi þar sem dauði  og eymd eru daglegt brauð, þolað að týnast í brennheitri ástralskri eyðimörk og bjargast fyrir tilviljun úr loftlausum skipstanki. Og þegar hann flutti loksins aftur heim til Eyja byrjaði að gjósa í bakgarðinum hjá honum.

Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar sýnir og sannar að veruleikinn getur verið lygilegri en nokkur skáldskapur. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar sögu Gísla eins og honum einum er lagið; lesandinn sogast inn í magnþrungna og grípandi frásögnina og fylgir Gísla í gegnum hvern lífsháskann af öðrum. Sprellfjörug ævintýrasaga!

Níu líf er 312 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Arndís Lilja Guðmundsdóttir hannaði kápu.


Eldri fréttir Nýrri fréttir