„Mér hefur verið líkt við Forrest Gump“

Fréttir

„Mér hefur verið líkt við Forrest Gump“

Út er komin hjá Veröld bókin Munaðarleysinginn – örlagasaga Matthíasar Bergssonar eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Lífssaga Matthíasar Bergssonar spannar allt frá dvöl á munaðarleysingjaheimili í Reykjavík á sjötta áratugnum til hörkulegrar herþjálfunar fyrir stríðið í Víetnam og daglegs lífs í glæpahverfi í miðríkjum Bandaríkjanna.

Við sögu koma Marlene Dietrich, Alice Cooper, Axl Rose, Marlboro-maðurinn, morðingi Johns Lennon – og þrír Bandaríkjaforsetar, svo nokkur séu nefnd.

Í veraldarvolkinu tókst Matthías á við ótrúlegustu verkefni en sökk að lokum til botns í óreglu, niðurlægingu og eymd. Honum tókst að rífa sig upp úr ömurleikanum og tók stefnuna heim til Íslands – þar sem hann vissi af æskuástinni sinni.

Sigmundur Ernir Rúnarson ritar örlagasögu munaðarleysingjans Matthíasar Bergssonar af innsæi og sagnalist – einhverja óvenjulegustu ævisögu síðari ára!

Munaðarleysinginn er 268 blaðsíður að lengd. Ólafur Unnar Kristjánsson hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Odda. 


Eldri fréttir Nýrri fréttir