Út er komin hjá Veröld í kiljuútgáfu spennusagan Rof eftir Ragnar Jónasson. Árið 1955 flytja tvenn ung hjón til Héðinsfjarðar sem farinn er í eyði. Dvölin fær snöggan endi þegar önnur kvennanna deyr með dularfullum hætti. Hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firðinum.
Bækur Ragnars hafa komið út víða um heim, hlotið viðurkenningar og frábæra dóma og setið í efstu sætum á metsölulistum. Unnið er að gerð breskra sjónvarpsþátta sem byggjast á bókum Ragnars. Rof kom upphaflega út árið 2012 og hefur lengið verið ófáanleg.
**** „Á örskömmum tíma er Ragnar Jónasson orðinn einhver eftirtektarverðasti glæpasagnahöfundur landsins; hæfilega jarðbundinn, ákaflega vel máli farinn og hugmyndaríkur. Með sama áframhaldi eru engin takmörk fyrir því hve langt þessi snjalli höfundur getur náð á alþjóðavísu.“ - pressan.is
„Bækur Ragnars hafa blásið nýju lífi í norrænu glæpasöguna.“ – Sunday Express
„Bækur Ragnars Jónassonar verðskulda að standa við hliðina á verkum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldar Indriðasonar sem bestu íslensku glæpasögurnar.“ – Washington Post
Rof er 312 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. Bókin er prentuð í Danmörku.