Önnur ljóðabók Ferdinands

Fréttir

Önnur ljóðabók Ferdinands

Út er komin hjá Veröld ljóðabókin Í úteyjum eftir Ferdinand Jónsson en skemmst er frá því að segja að bókin rauk beint í annað sæti á metsölulistanum í Eymundsson. Í úteyjum er önnur ljóðabók Ferdinands Jónssonar sem starfar sem geðlæknir í London. Fyrsta ljóðabók hans, Innsævi, hlaut sérlega góðar viðtökur og lofsamlega dóma.

„Bókin er beinlínis fögur hvar sem á hana er litið, og efniviðurinn er lifandi og litríkur, en jafnframt tregafullur.“
Védís Skarphéðinsdóttir, Lbl. (um Innsævi)

Í úteyjum er 60 blaðsíður að lengd. Ólafur Unnar Kristjánsson hannaði kápu, Eyjólfur Jónsson hannaði innsíður og braut um. Bókin er prentuð hjá Leturprenti.


Eldri fréttir Nýrri fréttir