Nútímalegur ferðafélagi

Fréttir

Nútímalegur ferðafélagi

Íslenski vegaatlasinn er glæsileg kortabók, byggð á nýjustu upplýsingum. Hér er að finna vegi landsins, aðgengileg þéttbýliskort, kort með upplýsingum um golfvelli, sundlaugar og tjaldsvæði – og fjölmargt fleira. Og síðast en ekki síst: Bókinni fylgir aðgangur að rafrænu Íslandskorti sem hægt er hlaða niður í símann og spjaldtölvuna. Þegar ferðast er um landið er svo hægt að fylgjast með ferðum sínum á kortinu sem má stækka og minnka eftir þörfum.

Bókin er gefin út í samvinnu við Loftmyndir sem hefur komið sér upp sérlega vönduðum kortagrunni af Íslandi. Kortin í bókinni eru í mælikvarðanum 1:250.000. Textinn í bókinni er á íslensku, ensku, þýsku og frönsku.

Íslenski vegaatlasinn er 176 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði kápu og innsíður. Bókin er prentuð í Slóveníu.


Eldri fréttir Nýrri fréttir