Leynigarður loks fáanlegur á ný!

Fréttir

Leynigarður loks fáanlegur á ný!

Leynigarðurinn, hin brjálæðislega vinsæla litabók fyrir fullorðna, verður loks fáanleg á ný strax eftir verslunarmannahelgi: Þriðjudaginn 4. eða miðvikudaginn 5. ágúst.

Fyrsta prentun seldist upp á tíu dögum og það hefur verið löng – en sem betur fer sólrík! – bið eftir 2. útgáfu, sem nú verður senn fáanleg. 

Við bendum litaglöðum á bráðskemmtilegan hóp á Facebook, þar sem fólk deilir fallegum myndum og frábærum hugmyndum: Leynigarðurinn og aðrar fullorðinslitabækur


Eldri fréttir Nýrri fréttir