Það er allt að gerast og hjá Bjarti segjum við: Gleðilegt haust!
Síðustu bækurnar eru komnar í hús, litabókin Týnda hafið kom siglandi frá Danmörku í gær, en hún var prentuð ásamt dönsku systur sinni í útlöndum: og bók Ragnhildar Thorlacius um Brynhildi Georgíu Björnsson er nú komin á lager frá prentsmiðunum í Odda.
En ekki nóg með það: Fyrsta endurprentun haustsins er farin af stað! Það er glærnýr Bjartshöfundur og eftirtektarvert ljóðskáld (Á að knúsa Dóra DNA ærlega eða draga hann á tálar? Þarna er efinn! skrifaði bókmenntagagrýnandi Herðubreiðar) sem ríður á vaðið. Væntanlegt er nýtt upplag af bókinni Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir.