Morgunblaðið vitnar í sænskt slúður

Fréttir

Morgunblaðið vitnar í sænskt slúður

Bókmenntasíða Morgunblaðsins slær á létta strengi um helgina og vitnar í sænskar getgátur um hverjar muni vera fyrirmyndir skáldkonunnar Lenu Andersson, að persónum bókarinnar Í leyfisleysi. Lena átti í sambandi við kvikmyndagerðarmannin Roy Andersson fyrir fáeinum árum, og vilja margir meina að hann sé fyrirmynd listamannsins Hugos í bókinni, en sjálf þykir Lena um margt minna á persónuna Ester.

Það er stór spurning hvursu eftirsóknarvert það er að vera fyrirmynd persónanna í bókinni, en það verður að segjast eins og er að ástarsagan sem bókin segir frá er enginn dans á rósum.


Eldri fréttir Nýrri fréttir