„Einsog að fylgjast með Zlatan spila fótbolta.“

Fréttir

„Einsog að fylgjast með Zlatan spila fótbolta.“

Bók Lenu Andersson, Í leyfisleysi, kom út í Svíþjóð í ágúst í fyrra. Fyrsta upplag var 4000 eintök, einsog upplagið hefur verið af fyrri bókum hennar fjórum, og alltaf dugað til. Nema hvað í júlí fór Lena í viðtal sem þótti sérlege skemmtilegt og fékk mikla athygli, þar sem hún sagði frá efni bókarinnar – meinlegu ástarsambandi þerra Esterar og Hugos – og þegar bókin kom út voru gagnrýnendur á einu máli um gæði bókarinnar … það var ekki bara talað um hana á menningarsíðum blaðanna, heldur skrifaði virtur íþróttafréttaritari að „að lesa Í leyfisleysi er einsog að fylgjast með Zlatan spila fótbolta.“ Það er ekki að orðlengja það: bókin seldist upp á fáeinum dögum.

Á Gautaborgarmessunni í september var Lena stjarna messunnar og 1000 eintök seldust yfir helgina. Þegar bókin var svo tilnefnd til virtustu bókmenntaverðlauna Svía, August-verðlaunanna, var bókin gersamlega á allra orðum. Nú er talað um það á sænsku „að vera Ester,“ og „að vera Hugo“ og ekki er haldið það erindi um karlaveldið að listamaðurinn Hugo Rask sé þar ekki útgangspunktur.

Nú hefur bókin verið seld í yfir 150 þúsund eintökum í Svíþjóð, er komin út á Íslandi og öðrum Norðurlöndum og Lena bíður spennt eftir viðbrögðum þaðan. Bókin er væntanleg á fleiri tungumálum. Lena situr nú við skriftir og skrifar framhaldsbók um Ester; Utan personligt ansvar.


Eldri fréttir Nýrri fréttir