„Með allra bestu spennusögum“

Fréttir

„Með allra bestu spennusögum“

„Þessi bók finnst mér eiga heima með allra bestu spennusögum sem eiga það sameigin­legt að teygja sig út fyrir ramma sögunnar og ávarpa samfélagsvanda sem brýn þörf er á að horfast í augu við,“ segir Brynhildur Björnsdóttir í Fréttablaðinu um Aflausn Yrsu Sigurðardóttur og gefur bókinni fjórar stjörnur. Niðurstaða hennar er ótvíræð: „Einkar góð glæpasaga þar sem efnistök, plott og persónusköpun koma saman í sögu sem heldur lesandanum fram á rauðanótt.“ Hér má lesa dóminn í heild sinni: http://www.visir.is/ekki-bara-grin/article/2016161129073


Eldri fréttir Nýrri fréttir