Annálar Nóbelsskálds

Annálar Nóbelsskálds

„Annálar eru einstaklega góð bók, satt að segja frábær. Ef þú ert ekki kjökrandi af þakklæti í lokin, þá hefur aldurinn farið illa með þig,“ sagði gagnrýnandi The Times um meistaraverk Bobs Dylan sem nú er á leið í verslanir í snilldarþýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Hér kynnumst við meðal annars hinu unga söngvaskáldi sem kemur til New York-borgar árið 1961 til þess að freista gæfunnar og sjáum hina kraumandi borg með hans augum, í bland við minningar, sumar nístandi sárar og harðar og ljóðrænar athugasemdir. Dylan hlaut sem kunnugt er Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2016. 

Guðmundur Andri ritar eftirmála að bókinni sem nefnist Spámaðurinn frá dulúð – og nokkur uppáhaldslög. Þá fylgir með Plötulisti með umfjöllum hans um allar plötur Dylans.


Eldri fréttir Nýrri fréttir